Erlent

Bjargaði bakaríinu með hópfjármögnun

Samúel Karl Ólason skrifar
Bakarinn Natalie Dubose.
Bakarinn Natalie Dubose. Mynd/Gofundme.com
Bakarinn Natalie Dubose sneri sér að hópfjármögnun eftir að bakarí hennar í bænum Ferguson í Bandaríkjunum var lagt í rúst í mótmælum á mánudaginn. Hún opnaði bakaríið í sumar. Markmið hennar var að safna tuttugu þúsund dölum til að koma bakaríinu aftur á laggirnar.

Á einum degi hafði hún þó safnað rúmlega 212 þúsund dölum, rúmar 26 milljónir króna, og hafa 6.665 lagt í púkkið þegar þetta er skrifað. Hægt er að fylgjast með söfnuninni á Gofundme síðu Natalie.

Á vefnum Mashable kemur segir að meðal þeirra sem hafi lagt söfnuninni lið séu leikkonan Patricia Heaton úr Everebody loves Raymond og Brandi Glanville úr Real Housewives of Beverly Hills. Þar að auki gaf gömul kona hluta af lífeyri sínum til söfnunarinnar.

Natalie þakkar kærlega fyrir allan stuðninginn á síðu söfnunarinnar og segir stuðninginn hafa komið sér mjög á óvart.


Tengdar fréttir

Mótmæli breiðast út til annarra borga

Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana í ágúst sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“.

Ákvörðun dómstóls ekki endurskoðuð

Ríkisstjóri Missouri hefur hafnað kröfum um að annar dómstóll taki ákvörðun um hvort kæra skuli lögreglumanninn Darren Wilson.

Óeirðir í kjölfar sýknunar

Allt logaði í mótmælum víða í Bandaríkjunum í gær eftir að niðurstaða kviðdóms var kynnt í máli lögreglumanns sem varð Michael Brown að bana.

Vaxandi spenna í Bandaríkjunum

Gríðarleg reiði hefur brotist út meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að ákveðið var að sækja ekki til saka lögreglumanninn sem skaut óvopnaðan ungan mann í St. Louis í sumar. Málið hefur vakið mikla athygli en er engan veginn einsdæmi í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×