Fótbolti

Bjarga Brassar andlitinu í Brasilíuborg?

Vísir/Getty
Brasilía og Holland mætast í leiknum um þriðja sætið á HM 2014 í fótbolta í kvöld klukkan 20.00. Ljóst er að hvorugt liðið hefur áhuga á að spila leikinn eftir tap í undanúrslitum í vikunni.

Arjen Robben sagði við fjölmiðla eftir tapið gegn Argentínu hvernig honum litist á bronsleikinn: „Þetta er tilgangslaus leikur sem ég skil ekki af hverju fer fram. HM snýst um einn hlut; að vinna heimsmeistaratitilinn.

Brasilíumenn geta kannski bjargað andlitinu með því að vinna leikinn í höfuðborginni eftir skellinn sem liðið fékk gegn Þýskalandi í úrslitum. Það yrði örlítil sárabót fyrir þjóðina að sjá strákana sína vinna síðasta leikinn og komast á verðlaunapall.

Búist er við að leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri til þessa á mótinu spili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×