Erlent

Bitinn af krókódíl eftir að hafa verið manaður til að stinga sér til sunds

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Ástralskur táningsdrengur gengst nú undir aðgerð á handlegg, eftir að hann var bitinn af krókódíl þar sem hann var í nætursundi, í norðurhluta Queensland fylkis í Ástralíu. Guardian greinir frá.

Um er að ræða 18 ára gamlan pilt að nafni Lee de Paauw og stakk hann sér til sunds í Johnstone ánni rétt fyrir klukkan hálf þrjú, aðfaranótt sunnudags.

Fregnir herma að félagar piltsins hafi skorað á hann að stinga sér til sunds í ánni, sem svo að sama skapi urðu að koma honum til bjargar þegar krókódíllinn náði taki á handlegg hans.

Ekki sást til krókódílsins en þykir ljóst á áverkum á piltinum að um slíka skepnu hafi verið um að ræða, þótt einnig teljist líklegt að sérstök tegund ferskvatnshákarls hafi ráðist á hann.

Læknar reyna nú að bjarga handlegg piltsins, sem var illa farinn og er fjölskylda hans fegin að hann hafi sloppið lifandi frá atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×