SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Bitinn af krókódíl eftir ađ hafa veriđ manađur til ađ stinga sér til sunds

 
Erlent
17:52 19. MARS 2017
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. VÍSIR/AFP

Ástralskur táningsdrengur gengst nú undir aðgerð á handlegg, eftir að hann var bitinn af krókódíl þar sem hann var í nætursundi, í norðurhluta Queensland fylkis í Ástralíu. Guardian greinir frá.

Um er að ræða 18 ára gamlan pilt að nafni Lee de Paauw og stakk hann sér til sunds í Johnstone ánni rétt fyrir klukkan hálf þrjú, aðfaranótt sunnudags.

Fregnir herma að félagar piltsins hafi skorað á hann að stinga sér til sunds í ánni, sem svo að sama skapi urðu að koma honum til bjargar þegar krókódíllinn náði taki á handlegg hans.

Ekki sást til krókódílsins en þykir ljóst á áverkum á piltinum að um slíka skepnu hafi verið um að ræða, þótt einnig teljist líklegt að sérstök tegund ferskvatnshákarls hafi ráðist á hann.

Læknar reyna nú að bjarga handlegg piltsins, sem var illa farinn og er fjölskylda hans fegin að hann hafi sloppið lifandi frá atvikinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Bitinn af krókódíl eftir ađ hafa veriđ manađur til ađ stinga sér til sunds
Fara efst