Lífið

Bítið breytti lífinu hans: Lögga varð „lifecoach"

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Gestur K. Pálmason.
Gestur K. Pálmason. Vísir/GVA
Lögreglumaðurinn Gestur K. Pálmason fann nýja ástríðu í lífnu þegar hann var að aka í vinnuna einn daginn. Hann hlustaði á viðtal við markþjálfa í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. Hann heillaðist svo gjörsamlega að hann ákvað að hella sér út í markþjálfunina, sem á ensku er kallað að vera „lifecoach“.

„Ég var í bílnum á leiðinni í vinnuna einn morguninn, var að keyra hjá Perlunni, þegar ég heyri viðtal við konu í Bítinu á Bylgjunni. Þetta viðtal breytti lífi mínu,“ hann.

Í viðtalinu var rætt við konu sem var markþjálfi. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og mig langaði að skoða þetta betur, svo ég fór og gúglaði þetta um leið og ég kom í vinnuna. Það vildi svo skemmtilega til að þá var akkúrat að byrja nám í markþjálfun í HR, svo ég ákvað bara að skrá mig,“ segir Gestur.

Hann segir námið hafa valdið töluverðri breytingu á högum sínum, námið hafi átt einstaklega vel við hann og breytt lífi hans til hins betra. „Þetta varð til þess að ég fann alveg nýja ástríðu fyrir starfi mínu. Öll samskipti tóku breytingum til batnaðar, ég sem hélt að ég væri með allt á hreinu. Nú hef ég mun meiri áhuga á öðru fólki en sjálfum mér,“ segir hann.

Gestur segist hafa lært heilmikið af þessu. „Ég get með sanni sagt að þetta viðtal í Bítinu hafi verið „lifechanging“,“ segir lögreglumaðurinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×