Viðskipti erlent

Bitcoin orðin dýrari en gull

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Rafmyntin Bitcoin fór í gær í fyrsta sinn yfir gull í verði. Við lokun markaða í gær kostaði Bitcoin 1.268 dali, um 136 þúsund krónur, og únsa af gulli kostaði 1.233 dali. Nýjasta hækkun gjaldmiðilsins er rakin til mikillar eftirspurnar í Kína. Gull hefur þó átt erfiða viku og hefur lækkað í verði.

Undanfarna tólf mánuði hefur gengi Bitcoin hækkað um rúm 214 prósent. Gull hefur lækkað um eitt prósent á sama tíma.

BBC segir frá því að í byrjun ársins hafi yfirvöld í Kína hafi ákveðið að taka á ólöglegu flæði fjármagns úr landinu með Bitcoin og lækkaði gengi miðilsins í kjölfar þeirra aðgerða. Hann hefur þó aftur náð fyrri hæðum og rúmlega það.

Bitcoin heillar marga vegna nafnleyndarinnar sem notkun gjaldmiðilsins bíður upp á og vegna þess að honum er ekki stýrt af stjórnvöldum. Eins og með svo margt annað byggir virði Bitcoin að mestu á því hvað fólk er tilbúið að borga fyrir það. Framboð og eftirspurn.

Bitcoin fór á markað í byrjun árs 2009. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×