Erlent

Bit krókódíls splundraði skjaldbökuskel

Samúel Karl Ólason skrifar
Bort úr skelinni þeyttust í allar áttir.
Bort úr skelinni þeyttust í allar áttir. Mynd/NT Parks and wildlife
Landverðir í þjóðgarði í Norður-Ástralíu náðu einstökum myndum af krókódíl bíta í gegnum skel skjaldböku. Landvörður hafði komið að dauðri skjaldbökunni sem flækst hafði í net. Skjaldbakan var skorin úr netinu og sett var myndavél við hræið sem tók myndir af þeim dýrum sem lögðu hræið sér til munns.

Í fyrstu komu fuglar og nörtuðu í skjaldbökuna og lítill krókódíll. Seinna kom svo stór krókódíll sem splundraði skel skjaldbökunnar með einu biti. Bitkraftur krókódíla af þessari stærð getur náð allt að þremur tonnum.

Aðfarir krókódílsins má sjá hér að neðan.

Fyrst kom þessi litli krókódíll og fékk sér bita.Mynd/NT Parks and wildlife
Fuglar gæddu sér einnig á skjaldbökunni.Mynd/NT Parks and wildlife
Mynd/NT Parks and wildlife
Mynd/NT Parks and wildlife
Mynd/NT Parks and wildlife
Mynd/NT Parks and wildlife
Mynd/NT Parks and wildlife
Mynd/NT Parks and wildlife



Fleiri fréttir

Sjá meira


×