Erlent

Birtir magnaðar myndir af sólinni

Atli Ísleifsson skrifar
SDO-stöðin gefur mönnum kleift að fylgjast grannt með yfirborði sólarinnar 24 tíma á sólarhring.
SDO-stöðin gefur mönnum kleift að fylgjast grannt með yfirborði sólarinnar 24 tíma á sólarhring.
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur birt magnað „timelapse“ myndband af sólinni í tilefni af fimm ára afmælis könnunarfarsins SDO (Solar Dynamics Observatory).

Könnunarferið gefur mönnum kleift að fylgjast grannt með yfirborði sólarinnar 24 tíma á sólarhring. Myndirnar sýnar vel þær sprengingar sem eiga sér stað á yfirborði sólarinnar og fleira til.

Í myndbandinu má sjá vel valin myndbrot úr því efni sem hefur náðst síðustu fimm árin og er óhætt að segja að myndirnar séu lyginni líkastar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×