Erlent

Birti myndband úr dróna af Auschwitz

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að um 1,1 milljón manna, fyrst og fremst gyðingar, hafi verið drepnir í búðunum á árunum 1940 og 1945.
Áætlað er að um 1,1 milljón manna, fyrst og fremst gyðingar, hafi verið drepnir í búðunum á árunum 1940 og 1945. Mynd/YouTube
Breska ríkisútvarpið hefur birt myndband sem tekið var úr dróna af rústum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi. Gefst fólki þar með færi á að sjá búðirnar frá áður óþekktu sjónarhorni.

Þess var minnst í gær að sjötíu ár eru liðin frá því að hersveitir Rauða hersins frelsuðu fjölda fólks úr búðunum eftir að hafa sótt að nasistum úr austri.

Áætlað er að um 1,1 milljón manna, fyrst og fremst gyðingar, hafi verið drepnir í búðunum á árunum 1940 og 1945.

Sjá má myndbandið að neðan.


Tengdar fréttir

Segja engan mega gleyma

Um þrjú hundruð eftirlifendur Helfararinnar komu saman í Auschwitz í gær til að minnast þess að 70 ár voru liðin frá því rússneskir hermenn frelsuðu fangana þar. Þeir vöruðu við gyðingahatri, sem enn er komið á kreik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×