Erlent

Birta nafn árásarmannsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn sem talinn er hafa framið árásina við breska þinghúsið í London í gær hét Khalid Masood. Hann var 52 ára Breti og hafði á árum áður verið undir eftirliti bresku leyniþjónustunnar. BBC greinir frá.

Hann var búsettur í Birmingham og hafði verið sakfelldur fyrir ýmsa glæpi í gegnum tíðina, þar á meðal líkamsáras. Hann var síðast sakfelldur árið 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að hafa ólöglegt eggvopn í sinni vörslu.

Masood dók bílaleigubíl eftir Westminsterbrúnni og særði 40 manns. Þrír eru látnir, en sjö eru enn í alvarlegu ástandi. Þá ók hann bílnum á girðingu við þinghús Bretlands og fór inn á lóð hússins þar sem hann stakk óvopnaðan lögregluþjón til bana. Lögregluþjónninn hét Keith Palmer og var 48 ára gamall.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í London í gær. Lögreglan telur að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum hryðjuverkasamtaka en að hann hafi ekki verið meðlimur þeirra og að hann hafi staðið einn að árásinni.

 


Tengdar fréttir

„Við erum ekki hrædd“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær.

Hver eru fórnarlömbin í London?

Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×