Erlent

Birta myndskeið af þriðja árásarmanninum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn sást við hlið þeirra tveggja sem sprengdu sig á aðalflugvellinum í Brussel í Belgíu.
Maðurinn sást við hlið þeirra tveggja sem sprengdu sig á aðalflugvellinum í Brussel í Belgíu.
Saksóknari í Belgíu hefur birt myndskeið af þriðja manninum sem grunaður er um árásirnar á Zaventem-flugvelli í Brussel í síðasta mánuði. Talið er að sprengja mannsins hafi ekki sprungið og að hann hafi flúið af vettvangi. BBC greinir frá.

Myndbandið er tekið úr nokkrum öryggismyndavélum en áður hafa birst myndir af manninum við hlið þeirra tveggja sem sprengdu sig á flugvellinum. Á myndbandinu sést hann fara frá flugvellinum og að Malbeek-lestarstöðinni, þar sem önnur sprengja sprakk. Hann sást svo aftur um fjörutíu mínútum eftir þriðju sprengjuárásina.

Maðurinn er klæddur í ljósan jakka og með hatt á myndunum. Lögregla telur að hann hafi losað sig við jakkann, en hann er enn ófundinn.  

Ekki hafa verið borin kennsl á manninn.

Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×