Erlent

Birta myndir frá manni sem var drepinn af birni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá nokkrar myndir sem fundust í síma mannsins.
Hér má sjá nokkrar myndir sem fundust í síma mannsins.
Lögreglan í West Milford í New Jersey í Bandaríkjunum hefur nú birt myndir sem ungur maður tók rétt áður en skógarbjörn réðst  hann í síðasta mánuði.

Maðurinn, sem hét Darsh Patel og var tuttugu og tveggja ára, var staddur í skógi í norðurhluta New Jersey þegar björnin réðst á hann. Að sögn sérfræðinga er sjaldgæft að birnir ráðist svona á mannfólk.

Patel var í göngu í skóginum ásamt fjórum vinum sínum þegar þeir sáu björninn. Patel tók myndir af hinum tæplega 150 kílóa birni þegar hann tók að nálgast. Patel og vinir hans reyndu að flýja björninn. Vinunum tókst það en ekki Patel. Lík hans fannst tveimur klukkustundum eftir árásina.

Lögreglan fann farsíma mannsins á svæðinu og ákvað að birta myndirnar sem hann tók. Farsíminn var rispaður eftir tennur bjarnarins.

Lögreglan vill vara fólk við því að nálgast skógarbirni. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið í sögu New Jerssey þar sem skógarbjörn er sagður hafa banað manni. Sextíu manns létust af völdum bjarna á síðustu öld í Bandaríkjunum.

Patel missti annan skóinn þegar hann flúði björninn og vinir hans sáu síðast til hans þegar hann reyndi að klifra upp brekku með björninn á eftir sér. Hann kallaði á vini sína og sagði þeim að halda áfram að hlaupa frá birninum, sem þeir og gerðu auk þess að hringja í neyðarlínuna.

Lögreglumenn komu á staðinn, en það var um seinan. Þeir fundu björninn og skutu hann. Í maga hans fundust leyfar af Patel.

Hér að neðan má sjá myndirnar sem Patel tók á símann sinn og sjónvarpsfrétt um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×