Sport

Birnirnir átu Víkingana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Of langt. Stefon Diggs nær ekki að grípa sendingu fyrir Vikings í nótt.
Of langt. Stefon Diggs nær ekki að grípa sendingu fyrir Vikings í nótt. vísir/getty
Óvænt úrslit urðu í mánudagsleik NFL-deildarinnar þar sem Minnesota Vikings sótti Chicago Bears heim.

Víkingarnir hafa verið á mikilli siglingu en sigldu í strand á Soldier Field í gær þar sem liðið tapaði frekar óvænt, 20-10.

Leikstjórnandinn Jay Cutler snéri aftur í lið Chicago eftir meiðsli í nótt og spilaði vel. Það var þó nýliðahlaupari liðsins, Jordan Howard, sem stal senunni með 153 jördum og snertimarki. Hér má sjá tilþrif hans í leiknum.

Vörn Chicago var í miklu stuði og felldi Sam Bradford, leikstjórnanda Vikings, alls fimm sinnum í leiknum.

Minnesota vann fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu og var síðasta liðið í deildinni til þess að tapa leik. Nú er liðið búið að tapa tveimur í röð.

Þetta var annar sigur Chicago í vetur en liðið er búið að tapa sex leikjum.

Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×