Handbolti

Birna maður leiksins í endurkomu Molde

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birna í leik með Fram á sínum tíma.
Birna í leik með Fram á sínum tíma. Vísir/Frammyndir.123
Birna Berg Haraldsdóttir fór á kostum í sigri Molde á Fana í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Með sigrinum fór Molde upp í annað sæti deildarinnar, en lokatölur urðu 28-21.

Heimamenn í Fana byrjuðu af miklum krafti og komust meðal annars í 9-3 og 10-5. Staðan í hálfleik var svo 12-10 fyrir Fana.

Í síðari hálfleik gengu svo Molde á lagið og Birna kom meðal annars Molde í fyrsta skipti yfir þegar hún kom Molde í 16-15.

Hún lét mikið af sér kveða á lokamínútunum og skoraði meðal annars fimm mörk af síðustu þrettán mörkum Molde.

Hafnfirðingurinn skoraði allt í allt átta mörk og var valinn maður leiksins. Molde er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×