Birna Berg markahŠst Ý tapi

 
Handbolti
20:22 11. JAN┌AR 2017
Birna Berg skora­i sex m÷rk ˙r nÝu skotum.
Birna Berg skora­i sex m÷rk ˙r nÝu skotum. V═SIR/GETTY
Ingvi ١r SŠmundsson skrifar

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði Glassverket sem laut í lægra haldi fyrir Byåsen Elite, 28-21, í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Birna Berg skoraði sex mörk úr níu skotum í leiknum. Þau dugðu þó ekki til.

Byåsen var einu marki yfir í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik reyndust heimakonur sterkari aðilinn og unnu að lokum sjö marka sigur, 28-21.

Með sigrinum fór Byåsen upp fyrir Glassverket og í 2. sæti deildarinnar. Bæði lið eru með 15 stig eftir 10 leiki.

Næsti leikur Glassverket er gegn Oppsal eftir viku.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Handbolti / Birna Berg markahŠst Ý tapi
Fara efst