Íslenski boltinn

Birna aftur í Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Kristjánsdóttir er kominn aftur á Hlíðarenda.
Birna Kristjánsdóttir er kominn aftur á Hlíðarenda. Vísir/Daníel
Valur hefur kallað markvörðinn Birnu Kristjánsdóttur til baka úr láni hjá ÍR. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Aðalmarkvörður Vals, Þórdís María Aikman, er á leið í nám erlendis og hefur Birna verið fengin til að fylla skarð hennar.

Birna gekk í raðir Vals frá Breiðabliki fyrir tímabilið, en var fljótlega lánuð til 1. deildar liðs ÍR, þar sem hún lék sex leiki fyrr í sumar. Hún missti af stórum hluta síðasta tímabils eftir að hafa slitið krossband í leik gegn FH.

Birna hefur leikið 42 leiki í efstu deild, alla fyrir Breiðablik.

Valur situr í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna með 15 stig eftir tíu umferðir. Liðið mætir Aftureldingu í næsta leik sínum á þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×