Birkir Már skorađi međ ţrumufleyg í Svíţjóđ | Sjáđu markiđ

 
Fótbolti
20:12 24. JANÚAR 2016
Birkir Már í landsleik.
Birkir Már í landsleik. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Birkir Már Sævarsson var á skotskónum fyrir Hammarby í fyrsta æfingarleik ársins hjá þeim, en þeir mættu finnska liðinu KuPS í æfingarleik í dag. Lokatölur urðu 2-0 sigur Hammarby.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Richard Magyar kom Hammarby yfir með skalla eftir hornspyrnu á 70. mínútu.

Undir lok leiksins bætti Birkir Már Sævarsson með marki með algjörum þrumufleyg af 20 til 25 metra færi. Lokatölur 2-0.

Birkir Már, Arnór Smárson og Ögmundur Kristinsson spiluðu allir seinni hálfleikinn fyrir Hammarby, en þeir Birkir og Ögmundur voru fastamenn á síðustu leiktíð. Arnór gekk svo í raðir liðsins í desember.

Þrumufleyg Birkis má sjá í myndbandinu hér að neðan, en það er frá fotbollskanalen.se.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Birkir Már skorađi međ ţrumufleyg í Svíţjóđ | Sjáđu markiđ
Fara efst