Fótbolti

Birkir lagði upp mark óvæntu jafntefli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birkir Bjarnason, leikmaður Basel.
Birkir Bjarnason, leikmaður Basel. Vísir/getty
Birkir Bjarnason lék allar 90. mínúturnar í 2-2 jafntefli Basel gegn botnliðinu Zurich í svissnesku deildinni í fótbolta í dag en Birkir lagði upp jöfnunarmark Basel eftir að Zurich komst yfir í fyrri hálfleik.

Basel tapaði nokkuð óvænt 3-4 gegn Young Boys í síðustu umferð en komust aftur á sigurbraut á fimmtudaginn með 2-0 sigri á Lech Poznan á heimavelli í Evrópudeildinni.

Zurich komst yfir tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks með marki Mario Gavranović en Basel tókst að jafna metin eftir aðeins átta mínútur í seinni hálfleik. Var þar að verki Marc Janko eftir góðan undirbúning frá Birki.

Hinn ungi Albian Ajeti kom Basel yfir sex mínútum fyrir lok leiksins en Armando Sadiku tókst að jafna metin á þriðju mínútu uppbótartímans og tryggja Zurich stig.

Basel er því með sjö stiga forskot á Grasshoppers á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki en Zurich skaust upp í 8. sæti með stiginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×