Enski boltinn

Birkir lagði upp í sigri Aston Villa | Wolves meistarar

Dagur Lárusson skrifar
Birkir Bjarnason lagði upp fjórða mark Villa.
Birkir Bjarnason lagði upp fjórða mark Villa. vísir/getty
Birkir Bjarnason lagði upp fjórða mark Aston Villa í 4-0 sigri gegn Ipswich í ensku 1.deildinni en með sigrinum komst Aston Villa í 82 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar.

Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að liðsmenn Aston Villa voru hungraðir í sigur en þeir sóttu stíft og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu en þá skoraði Conor Hourihane nokkuð skrautlegt mark.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum en Grant Ward, leikmaður Ipswich, fékk þó að líta rauða spjaldið á 42. mínútu og Ipswich þá manni færri.

Liðsmenn Aston Villa héldu yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og héldu áfram að skapa mikið af færum og fékk Birkir meðal annars ágætis færi sem hann náði þau ekki að nýta sér.

Aston Villa náði að nýta sér eitt af þessum færum á 57. mínútu en þá skoraði Lewis Grabban og var staðan því orðin 2-0. Lewis Grabban var þó ekki hættur heldur skoraði hann sitt annað mark á 76. mínútu eftir flottan undirbúning Josh Onomah og var staðan því orðin 3-0.

Henri Lansbury skoraði fjórða mark Aston Villa á 82. mínútu en það var enginn annar en Birkir Bjarnason sem lagði markið upp með frábærri fyrirgjöf inná teig. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 4-0.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading gegn Sheffield Wednesday en Jón Daði og félagar eru í bullandi fallbaráttu.

Jón Daði spilaði 80. mínútur í þessum leik en honum lauk með 3-0 sigri Sheffield. Eftir leikinn er Reading í 19. sæti deildarinnar með.

Wolves tryggðu sér svo bikarinn með 4-0 sigri á Bolton þar sem þeir Barry Douglas, Benik Afobe, Diogo Jota og Conor Coady skoruðu.

Úrslit dagsins:

Birmingham 2-1 Sheffield United

Bolton 0-4 Wolves

Brentford 2-1 QPR

Bristol City 5-5 Hull

Derby County 1-2 Middlesbrough

Ipswich 0-4 Aston Villa

Leeds United 2-1 Barnsley

Preston 0-0 Norwich City

Sheffield Wednesday 3-0 Reading

Sunderland 1-2 Burton Albion




Fleiri fréttir

Sjá meira


×