Enski boltinn

Birkir kom inn í sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir í leikn gegn Middlesbrough.
Birkir í leikn gegn Middlesbrough. vísir/getty
Birkir Bjarnason spilaði síðustu mínúturnar í stórsigri Aston Villa á Burton í ensku 1. deildinni í kvöld.

Birkir kom inn á á 79. mínútu, en þá var staðan 0-4 fyrir Villa, sem urðu lokatölur leiksins.

Villa var komið þremur mörkum yfir eftir 32. mínútur, og innsigluðu svo sigurinn á 71. mínútu.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á 81. mínútu í tapi Reading gegn Millwall á útivelli.

David Edwards kom Reading yfir á 73. mínútu, en tvö mörk frá George Saville á fimm mínútna kafla tryggði Millwall sigurinn.

Reading hefur aðeins unnið tvo af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan leikinn á bekknum þegar Bristol City sigraði Bolton 2-0 á heimavelli.

Famara Diedhiou og Aden Flint gerðu mörk Bristol sem er með 17 stig eftir 10 leiki.

Aron Einar Gunnarsson var ekki með í toppslag Cardiff og Leeds vegna meiðsla.

Cardiff fór með 3-1 sigur af hólmi og tryggði sér toppsæti deildarinnar.

Fyrirliði Leeds, Liam Cooper, fékk tvö gul spjöld undir lok fyrri hálfleiks, og var Leeds því manni færri allan seinni hálfleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×