Innlent

Birgitta vill leiðréttingu frá Jóni vegna hópnauðgunar „sem aldrei átti sér stað“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Birgitta Jónsdóttir segir að hópnauðgun sem Jón Gnarr lýsir í nýrri bók sinni hafi ekki átt sér stað.
Birgitta Jónsdóttir segir að hópnauðgun sem Jón Gnarr lýsir í nýrri bók sinni hafi ekki átt sér stað. Samsett
Birgitta Jónsdóttir alþingismaður segir að hópnauðgun sem Jón Gnarr greinir frá í nýrri bók sinni hafi ekki átt sér stað. Upplifun hennar og skólafélaga hennar stemmir ekki við lýsingar Jóns á kynferðislegri misnotkum af hendi kennara og grófum barsmíðum á Heimavistar-skólanum Núpi í Dýrafirði árin 1981-83 sem lýst er í bók Jóns.

„Jón fór yfir ákveðna línu sem mér finnst að hann ætti að leiðrétta þar sem hann vænir skólafélaga sína um hópnauðgun sem aldrei átti sér stað,“ segir Birgitta í ummælum á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir bókadómi Stundarinnar á bók Jóns, Útlaganum.

Birgitta er einnnig spurð að því hvort að mögulega geti verið að upplifun hennar sé öðruvísi en Jóns þar sem fólk geti jú auðvitað munað hluti og atburði á mismunandi hátt.

Birgitta segir svo ekki vera. Hún og margir skólafélagar hennar og Jóns á Núpi á þessum tíma hafi nýverið hist og rætt um vist sína á Núpi. Enginn af þeim kannist við það ofbeldi sem Jón lýsir í bók sinni.

„Þó fórum við öll í nákvæmlega sama ferlið, merkilegt nokk, grandskoðuðum minningar okkar til að kanna hvort að einhver fótur væri fyrir því að á Núpi hafi verið eintómir níðingar.“

Mikilvægur ritdómur um bókina hans Jóns Gnarr í Stundinni: "Útlaginn er ágæt bók ef litið er framhjá því að mörkin á...

Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, 5 November 2015

Tengdar fréttir

Ofbeldi viðgekkst á Núpi: „Þessir krakkar áttu ekki sjéns“

Jón Gnarr lýsir grófu ofbeldi af hendi nemenda og kennara sem viðgekkst í heimavistarskólanum Núpi í Dýrafirði árin 1981-83. Jón lýsir í nýrri bók, Útlaganum, kynferðislegri misnotkun af hendi kennara, hópnauðgun og grófum barsmíðum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir meðvitund um ofbeldi og misnotkun ekki hafa verið til á þessum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×