Lífið

Birgitta Haukdal: Fósturmissirinn tók mikið á

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Birgitta Haukdal á von á sínu öðru barni.
Birgitta Haukdal á von á sínu öðru barni. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir
„Þegar ég varð ekki barnshafandi eftir fyrstu meðferðina fékk ég sjokk og upplifði þá tilfinningu að kannski yrði ég aldrei mamma, að kannski yrði ég aldrei ein af þeim,“ segir Birgitta Haukdal í opinskáu viðtali í nýjasta tölublaði MAN sem kemur út á morgun.

Þar lýsir hún raunum sínum og eiginmanns síns, Benediks Einarssonar, við að eignast barn sem gekk ekki þrautalaust en tókst að lokum með hjálp tækninnar

Birgitta á von á sínu öðru barni í októ­ber. Eft­ir að hafa farið í gegn­um fimm tækn­isæðing­ar varð hún loks barns­haf­andi í fyrra skiptið, í október 2008. „Við komumst að því tveimur dögum eftir brúðkaupið okkar að við ættum von á barni. Víkingur, sonur okkar sem er sex ára í dag, fæddist svo níu mánuðum eftir brúðkaupið. Hann var því með okkur í brúðkaupinu og var besta brúðkaupsgjöfin,” segir Birgitta við MAN.

Missti fóstur

Eftir að sonurinn fæddist ákváðu þau fljótlega að byrja að reyna að eignast annað barn. Næstu árin fóru þau í margar tæknisæðingar sem ekki báru árangur og reyndu að lokum glasafrjóvgun sem tókst.

Birgitta er í forsíðuviðtal við MAN sem kemur út á morgunMYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTIR
„Það var mikil hamingja eftir fjögur ár af vonbrigðum en einhverra hluta vegna missti ég fóstrið eftir tveggja  mánaða meðgöngu. Fósturmissirinn tók mikið á. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve sárt það er að missa fóstur og ég dáist að konum sem halda áfram að reyna að eignast börn þrátt fyrir ítrekaðan fósturmissi,” segir Birgitta. 

Hún hafi þó ákveðið að drífa sig aftur í glasameðferð, um leið og líkami hennar var tilbúinn. Hún hafi gengið og eiga þau hjónin von á sínu öðru barni í október. 

Segir reynslun hafa breytt sér

Birgitta segir í samtali við MAN engan sem ekki hafi gengið í gegnum slíka erfiðleika geta ímyndað sér hversu erfitt það sé að geta ekki eignast barn. Í dag er Birgitta sannfærð um að erfiðleikarnir við að eignast börn hafi kennt henni að meta þau enn betur. „Ég hljóma kannski eins og Pollýanna en það er svona reynsla sem breytir manni,” segir söngkonan geðþekka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×