Golf

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á einu undir pari

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað í Frakklandi.
Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað í Frakklandi. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lauk fyrsta hring á Le Vaudreuil Golf Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu í dag á einu höggi undir pari.

Birgir Leifur hóf hringinn vel en hann fékk þrjá fugla á fyrstu níu holunum en fékk skolla strax á tíundu holu. Því fylgdi tvöfaldur skolli á sextándu holu og skyndilega var Birgir kominn á parið en hann nældi í fugl á átjándu. Fékk hann tvo fugla á þremur par 5 holum en honum gekk einmitt vel á par 5 holunum um síðustu helgi í Tenerife.

Birgir Leifur á teigtíma klukkan 07:30 í fyrramálið á staðartíma sem er 05:30 á íslenskum tíma. Valdi hann að leika á þessu móti í stað þess að verja Íslandsmeistaratitilinn á Akranesi en hann hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×