Golf

Birgir Leifur lék betur í dag en í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir Leifur á að minnsta kosti tvo hringi eftir á Spáni.
Birgir Leifur á að minnsta kosti tvo hringi eftir á Spáni. vísir/vísir
Birgir Leifur Hafþórsson lék tveimur höggum betur á hring númer tvö á lokaúrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina í golfi, en Birgir Leifur lék ekki vel í gær.

Birgir Leifur lék í dag á 72 höggum, en gær lék hann á 74 höggum. Hann fékk þrjá fugla í dag, en þrjá skolla. Einnig fékk hann tólf pör.

Kappinn er í 125. sæti ásamt fjölda annara golfara, en eftir fjóra hringi af sex verður keppendum fækkað niður í sjötíu golfara. Birgir Leifur er nokkuð langt frá niðurskurðinum eftir fyrstu hringina tvo.

Birgir Leifur byrjaði á fyrsta stiginu og komst í gegnum það og fór einnig í gegum annað stig úrtökumótsins. Þetta er þriðja og lokastigið, en 25 golfarar fá svo þáttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×