Golf

Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn á síðustu stundu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2013 og 2014.
Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2013 og 2014. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, komst í dag í gegn um niðurskurðinn á opna Norður-írska golfmótinu en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi. Birgir krækti í tvo fugla á síðustu tveimur holum dagsins og slapp í gegn um niðurskurðinn.

Birgir sem lék á tveimur höggum undir pari í gær lék fyrri níu holur vallarins í dag á einu höggi yfir pari en náði að stroka það út eftir fimm holur á seinni níu með tveimur fuglum og einum skolla. Var hann einu höggi frá niðurskurðinum þegar tvær holur voru eftir en Birgir Leifur nældi í tvo fugla á þeimur og gulltryggði sæti sitt á lokadögum mótsins.

Birgir deilir 45. sæti með átta öðrum kylfingum en hann er alls átta höggum á eftir fremsta manni, Spánverjanum Emilio Cuartero Blanco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×