Golf

Birgir Leifur í vondum málum á Spáni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Leifur þarf að eiga frábæran hring á morgun til að komast áfram.
Birgir Leifur þarf að eiga frábæran hring á morgun til að komast áfram. vísir/daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék á einu höggi yfir pari á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í dag.

Birgir Leifur er samtals á fimm höggum yfir pari eftir þrjá hringi, en hann spilaði fyrsta hringinn á 74 höggum, annan hringinn á 72 höggum og svo hringinn í dag á 73 höggum.

Keppni er ekki lokið í dag, en hann er sem stendur í 118. sæti af 156 kylfingum.

Fjórði hringurinn verður spilaður á morgun en eftir hann verður skorið niður. Aðeins 70 kylfingar komast áfram og spila úrslitahringina tvo.

Birgir Leifur þarf að fara á kostum á morgun, en hann er um sex höggum frá því að vera á meðal 70 efstu.

Takist Birgi Leif það verður hann svo að vera á meðal 25 efstu til að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×