Golf

Birgir Leifur í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir Leifur er með pálmann í höndunum.
Birgir Leifur er með pálmann í höndunum. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er í vænlegri stöðu fyrir síðasta hringinn á Íslandsmótingu í höggleik.

Birgir Leifur er í góðri stöðu, en hann spilaði á fjórum höggum undir pari í dag og er því samtals á tólf höggum undir pari.

Hann er í kjörstöðu, með sjö högga forystu á Axel Bóasson, GK og Þórð Rafn Gissurason, GR. Axel og Þórður eru báðir samtals fimm höggum undir pari.

Axel lék á alls oddi í dag og jafnaði vallarmet Birgis Leifs, eða 64 högg. Hann lék því á sjö höggum undir pari og er eins og fyrr segir í öðru sæti. Hann lék manna best í dag.

Bjarki Pétursson, Golfklúbbnum Borgarnesi, er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir Axel og Þórði, en hann átti afar góðan dag í dag og spilaði á fimm höggum undir pari.

Það þarf því mikið að gerast til þess að Birgir Leifur verji ekki Íslandsmeistaratitilinn, en það ræðst annað kvöld þegar síðasta hringurinn fer fram í Leirdalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×