Golf

Birgir Leifur hafnaði í 29. sæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Mynd/GSÍ
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 29. sæti á Bridgestone Challenge mótinu og lék hann lokahringinn á 74 höggum. Samtals lék Birgir á níu höggum undir pari á hringjunum fjórum.

Fyrir daginn í dag var Birgir í níunda sætinu en náði ekki að halda uppi sömu spilamennsku í dag.

Þegar Birgir hafði lokið við 14 holur í dag var hann á pari vallarins. Hann fékk aftur á móti tvo skolla á lokaholunum og fór í tvö högg yfir pari.

Það var Belginn Thomas Detry sem vann mótið en hann var samtals á 29 höggum undir pari.


Tengdar fréttir

Birgir Leifur í góðum málum

Birgir Leifur Hafþórsson er í fínum málum fyrir lokahringinn á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu í karlaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×