Golf

Birgir Leifur fór vel af stað í Finnlandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birgir Leifur, kylfingur úr GKG.
Birgir Leifur, kylfingur úr GKG. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, fór vel af stað í GANT mótinu í Finnlandi í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur fékk alls 8 fugla á hringnum og lauk leik í dag á 4 höggum undir pari.

Birgir sem lenti í 53. sæti á móti í Norður-Írlandi um síðustu helgi fór vel af stað í dag en hann var fimm höggum undir pari eftir tíu holur. Því fylgdu tveir skollar á næstu fimm holum en hann lauk síðustu þremur holum vallarins á einu höggi undir pari með tvo fugla og einn skolla.

Fékk hann því sjö fugla, átta pör og þrjá skolla á hringnum og lék alls á 67 höggum, þremur höggum undir pari.

Birgir Leifur situr í 4. sæti þegar þetta er skrifað en enn eiga þónokkrir ráshópar eftir að ljúka leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×