Golf

Birgir Leifur fer vel af stað í Frakklandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur.
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, fer vel af stað á öðrum hring á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi en hann lék fyrri níu holur vallarins á fjórum höggum undir pari.

Birgir Leifur sem fór af stað klukkan 07.30 á staðartíma hóf leik á 10. holu í dag en seinni níu holurnar reyndust honum strembnar í gær. Lék hann þær á tveimur höggum yfir pari í gær en allt annað var upp á teningunum í dag.

Birgir Leifur nældi í par á fyrstu tveimur holum dagsins en því fylgdu þrír fuglar á næstu fjórum holum vallarins. Þá nældi hann í annan fugl á níundu holu dagsins, átjándu holu vallarins og lauk hann fyrri níu holum vallarins því á fjórum höggum undir pari.

Birgir Leifur er því alls á fimm höggum undir pari eftir fyrri níu en hann gerði sér lítið fyrir og fékk fugl á þeim þremur holum sem reyndust kylfingum hvað erfiðastar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×