Innlent

Birgðastaðan er sögð í jafnvægi

Sveinn Arnarsson skrifar
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Fréttablaðið/Ernir
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir birgðastöðu kindakjöts í góðu jafnvægi og heldur lægri en undanfarin ár. Það sé ekki rétt að erfiðlega gangi að selja kjöt á erlenda markaði og að það sé orsök lækkunar afurðaverðs til bænda.

„Afurðastöðvar hafa sagt verðlækkun til sauðfjárbænda stafa af því að erfiðlega gangi að losna við aukaafurðir af sauðfé frá síðustu sláturtíð, svo sem garnir, innmat og gæru. Verðlækkun til bænda hefur því ekkert með birgðastöðu í kindakjöti að gera,“ segir Svavar.

Fréttablaðið sagði frá því í gær að um 1.800 tonn væru til í frystigeymslum frá síðustu sláturtíð. Það magn sé í líkingu við það sem hefur verið síðustu ár. Árið 2014 hafi um tvö þúsund tonn verið eftir í frystigeymslum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×