Innlent

Bílvelta á Ströndum

Atli Ísleifsson skrifar
Tólf ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í lögregluumdæminu á Vestfjörðum í nýliðinni viku.
Tólf ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í lögregluumdæminu á Vestfjörðum í nýliðinni viku. Vísir/Róbert
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu á Vestfjörðum síðustu viku. Fyrra óhappið varð á föstudaginn þegar bílvelta varð á Innstrandarvegi á Ströndum, þar sem bíll hafnaði út fyrir veg og valt. Ökumaður og farþegi sluppu hins vegar án meiðsla.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að síðara óhappið hafi orðið á Patreksfirði, þar sem ökumaður missti stjórn á ökutækinu þannig að það hafnaði inn í húsagarði.  Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. „Þá var annar ökumaður stöðvaður,  grunaður um ölvun við akstur á Patreksfirði í vikunni.“

Tólf ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í lögregluumdæminu á Vestfjörðum, átta  í og við Ísafjörð og fjórir við Hólmavík. Sá sem hraðast ók var mældur á Djúpvegi við Hólmavík og mældist á 130 km/klst.

Við venjubundið eftirlit á flugvellinum á Ísafirði í gær fannst lítilræði að fíkniefnum við leit á farþega sem var að koma frá Reykjavík.

Þá eftir að skemmtanahald hafi farið nokkuð vel fram um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×