Erlent

Bílstjóri Kim Kardashian handtekinn í tengslum við skartgriparánið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sextán manns hafa verið handteknir í tengslum við ránið, sá elsti 72 ára.
Sextán manns hafa verið handteknir í tengslum við ránið, sá elsti 72 ára. Vísir/Getty
Rannsókn lögreglunnar í París á ráni á skartgripum í híbýlum Kim Kardashian á síðasta ári beinist nú einkum að því hvort að innanbúðarmenn í fylgdarliði Kardashian hafi komið að ráninu. Bílstjóri hennar í París var einn af þeim sextán aðilum sem handteknir voru í gær í tenglsum við ránið. AP greinir frá.

Embættismenn innnan lögreglunnar hafa staðfest að bílstjórinn, og bróðir hans sem einnig var handtekinn, hafi unnið fyrir fyrirtækið sem útvegaði Kardashian-fjölskyldunni bílstjóra er þau ferðuðust til Parísar.

Greint var frá því í gær að lögreglan í París hefði handtekið sextán manns í tengslum við ránið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru þeir handteknu á aldrinum 23 til 72 ára og margir þeirra þekktir fyrir rán og aðra glæpi.

Lögreglan í París vill þó ekkert segja um hvernig þeir telji að ránið hafi verið skipulagt. Kardashian var ógnað með byssu og bundin og kefluð á meðan ræningjarnir létu greipar sópa og stálu skartgripum sem voru um tíu milljóna evra virði. Á sama tíma virðis sem að lífvörður hennar hafi ekki verið á staðnum.

Mennirnir voru grímuklæddir og í lögreglubúningum og létu sig hverfa eftir að hafa læst stjörnuna inni á baðherbergi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×