Erlent

Bílstjórar neita akstri vagna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Strætisvagn í Svíþjóð.
Strætisvagn í Svíþjóð. Vísir/AFP
Strætisvagnabílstjórar sem eru í róttækum armi stéttarfélags síns í Stokkhólmi vöruðu í síðustu viku við því að þeir myndu ekki aka strætisvögnum sem eru með kosningaauglýsingum Svíþjóðardemókrata. Bílstjórarnir segjast með því vera að taka afstöðu gegn kynþáttahatri.

Fyrsti strætisvagninn var tekinn úr akstri í gærmorgun. Haft er eftir bílstjóranum að sumir hafi sparkað í lokaðar dyr vagnsins. Hins vegar hafi þeldökkur maður þakkað bílstjóranum fyrir með handabandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×