Innlent

Bíll valt niður Reynisfjall

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á Landspítalann með alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu niður hlíðar Reynisfjalls vestan við Vík í Mýrdal á Suðurlandi um eittleytið í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var bílnum ekið upp slóðann á fjallinu austan megin en fjölskylda var á ferðalagi, í heimsókn á Íslandi.

Aðeins fjölskyldufaðirinn var í bílnum þegar slysið varð en hann mun hafa verið að bakka bílnum þegar hann fór fram af í beygju á leiðinni upp fjallið og velti niður hlíðarnar. Bíllinn hafnaði á hvolfi í skurði.

Uppfært klukkan 14:26

Þyrla gæslunnar er komin með manninn undir læknishendur á Landspítalanum.

Þyrlan á lenti á íþróttavelli bæjarins.vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×