Lífið

Bill Murray mætti óvænt á blaðamannafund í Hvíta húsinu

Samúel Karl Ólason skrifar
„Forsetinn“ Bill Murray.
„Forsetinn“ Bill Murray.
Leikarinn og grínistinn Bill Murray á það til að vera á furðulegustu stöðum. Nú síðast birtist hann óvænt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag til að ræða hafnabolta við blaðamenn. Josh Earnest, talsmaður Hvíta hússins, hafði nýlokið blaðamannafundi sínum þegar Bill Murray var mættur í pontu.

Blaðamennirnir í Hvíta húsinu tók þátt í gríninu og ávörpuðu Murray, sem „herra forseti“.

Í rauninni hafði Murray verið í Hvíta húsinu til að taka á móti Mark Twain verðlaunum frá Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Hann átti að taka við verðlaununum með formlegum hætti við athöfn á morgun, en kemst ekki þar sem að uppáhald hafnaboltalið hans Chicago Cubs eru að fara að spila mikilvægan leik á sama tíma.

Cubs eiga séns á því að vinna titil í fyrsta sinn frá árinu 1945.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×