Erlent

Bill Gates óttast gervigreindina

Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Bill Gates, stofnandi Microsoft. Vísir/AP
Auðkýfingurinn Bill Gates hefur nú bæst í vaxandi hóp þeirra sem vilja vara við ógn sem mannkyni getur stafað af gervigreind í tölvum. Þessi orð stofnanda Microsoft hafa vakið talsverða athygli en hann tekur í þessum efnum undir með Steven Hawkins, sem hefur einnig vakið máls á þessari ógn.

Orð Gates ganga í berhögg við það sem Eric Horvitz, yfirmaður rannsóknardeildar Microsoft, hefur haldið fram. Gates segist ekki skilja þá sem ekki hafa áhyggjur af því að gervigreind í tölvum geti vaxið mannskepnunni yfir höfuð og orðið stjórnlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×