Erlent

Bilið minnkar í Skotlandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Á mörkum Skotlands og Englands stendur þessi pylsuvagn, The Borderer, þar sem ferðalangar geta fengið sér pylsur og hamborgara.
Á mörkum Skotlands og Englands stendur þessi pylsuvagn, The Borderer, þar sem ferðalangar geta fengið sér pylsur og hamborgara. Nordicphotos/AFP
Bilið milli þeirra, sem ætla að greiða atkvæði með sjálfstæði Skotlands, og hinna sem ætla að greiða atkvæði á móti hefur mjókkað nokkuð, samkvæmt skoðanakönnunum um helgina.

Enn vantar þó töluvert upp á að sjálfstæði hafi meirihlutastuðning meðal Skota, en þeir ganga til kosninga um málið eftir mánuð, fimmtudaginn 18. september.

Samkvæmt skoðanakönnun ICM fyrir blaðið Scotland on Sunday eru 38 prósent fylgjandi sjálfstæði, en 47 á móti. Samkvæmt skoðanakönnun sem Panelbase gerði fyrir hreyfingu sjálfstæðissinna, Yes Scotland, eru 42 prósent fylgjandi en 46 prósent á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×