Enski boltinn

Bilic ætlar ekki að selja Lanzini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slaven Bilic hefur miklar mætur á Manuel Lanzini.
Slaven Bilic hefur miklar mætur á Manuel Lanzini. vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, ætlar ekki að missa Manuel Lanzini frá félaginu.

Þessi 24 ára gamli Argentínumaður hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Philippes Coutinho hjá Liverpool en Barcelona vill sem kunnugt er fá Brassann snjalla á Nývang.

Vandræðin í kringum Dimitri Payet settu strik í reikning West Ham á síðasta tímabili og Bilic vill ekki lenda í sömu stöðu með Lanzini í ár.

„Ég tala við Manu á hverjum degi og hann er ánægður. Honum líður vel hérna. Þú þarft ekki að tala við hann, þú sérð bara það á honum. Hann er brosandi og kátur,“ sagði Bilic.

„Hann er kominn í argentínska landsliðið. Hann veit að ef hann verður áfram hjá West Ham á hann á möguleika á að fá betri samning hérna og betri möguleika á að spila með Argentínu.“

Lanzini kom til West Ham frá Al Jazira í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tveimur árum. Argentínumaðurinn hefur spilað vel fyrir West Ham og var m.a. valinn leikmaður ársins hjá félaginu í fyrra.


Tengdar fréttir

Coutinho ekki með gegn Crystal Palace

Philippe Coutinho leikur ekki með Liverpool gegn Crystal Palace í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur vegna bakmeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×