Enski boltinn

Bilic: Klopp er leiðtogi og hann verður mættur til leiks á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, býst fastlega við að sjá Jürgen Klopp, kollega sinn hjá Liverpool, standa við hlið sér á hliðarlínunni á Upton Park á morgun.

Liverpool og West Ham mætast þá í endurteknum leik í enska bikarnum, en liðin skildu jöfn, markalaus, í fyrri leiknum á Anfield.

Klopp var fjarri góðu gamni á laugardaginn þegar hans menn misstu niður 2-0 forystu í 2-2 jafntefli á síðustu tíu mínútunum gegn Sunderland vegna botlangabólgu.

Bilic telur að hann verði mættur til leiks annað kvöldi, ekki bara vegna úrslitanna um helgina, því hann er einfaldlega baráttuhundur.

„Klopp snýr ekki aftur vegna pressu. Hann snýr aftur því hann er bara þannig gerður. Hann er leiðtogi,“ sagði Bilic við fréttamenn fyrir leikinn.

„Hann er Jürgen Klopp og er sigursæll maður. Hann elskar að leggja mikið á sig. Það er bara sjálfsagt fyrir hann að snúa aftur,“ sagði Slaven Bilic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×