Erlent

Bild birtir loforðalista Þjóðverja í tilraun til að halda Bretum innan ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Forsíða Bild í dag.
Forsíða Bild í dag.
Þýska blaðið Bild birti í dag gamansaman loforðalista í tíu liðum á forsíðu sinni í tilraun til að sannfæra Breta um að kjósa með áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu.

Bretar ganga að kjörborðinu í dag og hafa skoðanakannanir bent til þess að jafnt sé milli fylkinga og ómögulegt að fullyrða hvort Bretar kjósi áframhaldandi aðild eður ei.

Loforðalisti Bild hljóðar á þennan veg:

„Kæru Bretar, ef þið verðið áfram í ESB:

1. Ætlum við að viðurkenna Wembley-markið [frá árinu HM 1966]

2. Ætlum við að hætta að gera grín að eyrum Karls Bretaprins

3. Ætlum við að hætta að nota sólarvörn á ströndinni til að sýna samstöðu með sólbrunnum Bretum

4. Ætlum við að fjarlægja markmanninn þegar þið fáið næst víti – til að þetta verði spennandi

5. Ætlum við að taka upp „tea time“

6. Ætlum við að bjóðast til að vera „vondi kallinn“ í öllum komandi James Bond myndum

7. Ætlum við að innleiða ESB-reglugerðir sem banna bjórfroðu

8. Ætlum við að seinka klukkunni um klukkustund þegar í stað

9. Ætlum við að taka frá sólbekki með handklæðum fyrir ykkur á morgnana

10. Mun Jogi Löw passa upp á krúnudjásnin ykkar“


Tengdar fréttir

Bretar ganga að kjörborðinu í dag

Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×