Innlent

Bílastæði AVIS þurfa að víkja

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bílaleigurbílar AVIS hafa verið líkamsræktarstöðinni til ama.
Bílaleigurbílar AVIS hafa verið líkamsræktarstöðinni til ama. Vísir/Daníel
Reitum er skylt að fjarlægja sérmerkingar bílastæða við verslunarmiðstöðina Holtagarða. Umrædd stæði eru sérmerkt fyrir bílaleiguna AVIS. Þetta er gert að kröfu Reebok Fitness.

Árið 2011 tók RFC ehf., eigandi Reebok Fitness, á leigu hluta af húsnæði Holtagarða. Í samningnum var kveðið á um að fyrirtækið hefði aðgang að hinum umdeildu bílastæðum. Þegar AVIS hóf að leigja í Holtagörðum fylgdi með í samningnum að fyrirtækið fengi 100 sérmerkt bílastæði.

Forsvarsmenn Reebok Fitness töldu að gert væri á hlut þeirra með samkomulaginu við AVIS. Þeir ættu jafnan rétt á stæðunum samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins við Reiti. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir að taka þurfi merkingarnar innan 4 vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×