Viðskipti innlent

Bílasalar sælir og sjá mikla aukningu í sölu nýrra bíla

Jakob Bjarnar skrifar
Bílasalar eru kátir þessa dagana og sjá nú fram á bjartari tíð með blóm í haga.
Bílasalar eru kátir þessa dagana og sjá nú fram á bjartari tíð með blóm í haga.
Bílasalar eru kátir þessa dagana. Að sögn Egils Jóhannssonar forstjóra hjá Brimborg jókst sala nýrra bíla fyrstu fjóra mánuði ársins um 22,5 prósent. Nú eru tölur fyrir fyrri helming maímánaðar komnar í hús. Salan jókst um 51,5 prósent á fyrri helmingi maímánaðar og er þá ársvöxturinn kominn í 30 prósent. „Góðar fréttir og greinilegt að bílamarkaðurinn er að lifna við,“ segir Egill en þetta kemur fram á Facebooksíðu forstjórans.

Egill útskýrir að um sé að ræða tölur um heildarbílamarkaðinn, það er sala til einstaklinga, bílaleiga og annarra fyrirtækja. Samanburðartímabilið í fyrra tók til þess hins sama. Ef hins vegar er borin saman sala fyrstu mánaða ársins og bílaleigusalan dregin frá, þá án söglu til bílaleiga, þá er vöxturinn 20,5 prósent en 22,5 prósent með bíleigunum. Báðir hlutar markaðarins eru að vaxa svipað.

Egill telur ástæðurnar margvíslegar ekki síst endurnýjunarþörf en bílafloti landsmanna er orðinn gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×