Erlent

Bílar höfnuðu á húsum í skammlífum skýstróki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fellibylurinn feykti kyrrstæðum bílum á nærliggjandi hús.
Fellibylurinn feykti kyrrstæðum bílum á nærliggjandi hús. Mynd/TWITTER
Að minnsta kosti 13 eru látnir og rúmlega 230 særðir eftir að hvirfilbylur gekk yfir borgina Ciudad Acuña í norðurhluta Mexíkó í dag. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu.

Skýstrókar eru alla jafna sjaldgæfir á þessum slóðum en svæðið liggur að landamærum Bandaríkjanna, nánar tiltekið að Texas þar sem 12 manns er enn saknað.

Talið er að tala látinna kunni að hækka eftir því sem fram líður en töluverður fjöldi fólks er ennþá saknað í borginni, þeirra á meðal eru mæðgin en talið er að fellibylurinn hafi rifið barnið úr örmum móður sinnar er hún hugðist flytja það á leikskóla.



Í samtali við þarlenda fjölmiðla sagði fulltrúi ríkisstjóra svæðisins að tjónið af völdum veðurofsans væri ekki vitað með fullri vissu en talið er að um 750 hús af skemmst af völdum hvirfilbylsins sem þó varði einungis í um sex sekúndur. Þá feykti vindurinn einnig fjölda bíla tugi metra upp í loftið með þeim afleiðingum að þeir lentu margir hverjir á nærliggjandi íbúðarhúsum.

Búið er að koma upp neyðarbúðum fyrir þá íbúa svæðisins sem misstu heimkynni sín í veðurofsanum og tilkynnti forseti Mexíkó, Enrique Peña Nieto, á Twitter-síðu sinni að hann myndi koma til með að heimsækja hamfarasvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×