Erlent

Bílar eins og beljur á svelli í Montreal

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sem betur fer urðu engin slys á fólki og er uppákoman raunar nokkuð spaugileg.
Sem betur fer urðu engin slys á fólki og er uppákoman raunar nokkuð spaugileg. Vísir/Skjáskot
Öngþveiti skapaðist í Montreal þegar strætóbílstjóri missti stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að fimm bílar skullu saman.

Því næst skall pallbíll aftan á strætóinn og svo annar strætó aftan á hann.

En ekki nóg með það. Lögreglubíll rann einnig til þannig að hann rann aftur á bak aftan á strætó númer tvö og því næst kom snjómokstursbíll, sem sendur var á staðinn til að afstýra frekari slysum. Sá rakst þá framan á lögreglubílinn.

Sem betur fer urðu engin slys á fólki og er uppákoman raunar nokkuð spaugileg.

Ósköpin öll má sjá í myndbandi kanadíska ríkisútvarpsins hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×