Viðskipti innlent

Bílaleigan Höldur velti 5 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Meginstarfsemi félagsins er fólgin í bílaleigu og öðrum rekstri tengdum kaupum, sölu og viðhaldi bifreiða.
Meginstarfsemi félagsins er fólgin í bílaleigu og öðrum rekstri tengdum kaupum, sölu og viðhaldi bifreiða. Vísir/GVA
Bílaleigan Höldur hagnaðist um 252 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 239 milljónir árið áður. Rekstrartekjur námu 4,8 milljörðum króna, samanborið við 4 milljarða árið 2013. Bókfært eigið fé í árslok nam 274 milljónum króna.

Meginstarfsemi félagsins er fólgin í bílaleigu og öðrum rekstri tengdum kaupum, sölu og viðhaldi bifreiða. Starfsemi þess fer meðal annars fram á Akureyri, í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli.

Á árinu störfuðu að meðaltali 188 starfsmenn hjá félaginu miðað við heils árs störf og fjölgaði þeim um 30 milli ára. Launagreiðslur námu samtals 841 milljón króna. (669 milljónum króna árið 2013) og eru laun stjórnenda félagsins, sem námu 44 milljónum króna. (35 milljónum króna árið 2013), innifalin í þeirri fjárhæð.

Útistandandi hlutafé félagsins í árbyrjun og árslok 2014 nam 83 millj. kr. og var það allt í eigu H5 ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×