Erlent

Bíl Viola Beach ekið viljandi fram af brúnni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Meðlimir bresku sveitarinnar Viola Beach.
Meðlimir bresku sveitarinnar Viola Beach. Vísir/Facebook
Sænska lögreglan hefur til rannsóknar dauða fjögurra meðlima bresku hljómsveitarinnar Viola Beach og umboðsmanns hennar. Bíl sveitarinnar var ekið fram af vindubrú í Svíþjóð þann 13. febrúar með þeim afleiðingum að allir innanborðs létust. Til skoðunar er hvort bílnum hafi viljandi verið ekið fram af brúnni.

Blaðamenn Aftonbladet hafa skoðað upptökur úr öryggismyndavélum á vettvangi og sett saman upplýsandi myndband. Svo virðist sem Nissan Qashqai bifreið sveitarinnar sé ekið upp að bílaröð sem hafði myndast þar sem lokað hafði verið fyrir aðgengi þar sem vindubrúin hafði verið reist upp vegna skipaumferðar.

Á myndbandinu er bílnum bakkað og þvínæst ekkið framhjá bílunum, í gegnum vegatálma og fram af brúninni. Viðvörunarljós og vegatálmar voru afar áberandi og bíllinn var svo gott sem nýr og gallalaus að sögn Lars Berglund, eins rannsakenda í málinu.

Óku í gegnum tvo vegatálma

„Það lítur út fyrir að ökumaðurinn hafi ekið viljandi (fram af brúninni),“ segir Berglund við Aftonbladet.

Bílnum var ekið í gegnum tvo vegartálma og var ekið utan í vindubrúna áður en hann féll 30 metra niður í vatnið. Berglund segir að áreksturinn gæti hafa orðið sumum eða öllum að bana.

Kris Leonard, River Reeves, Tomas Lowe, Jack Dakin og umboðsmaðurinn Craig Tarry, á aldrinum 19 til 35 ára, voru á leiðinni á hótelið sitt eftir sína fyrstu tónleika á erlendri grundu.

Að neðan má sjá myndband Aftonbladet.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×