Íslenski boltinn

Bikarúrslitaliðin frá því í fyrra mætast í 32 liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Bikarmeistarar KR drógust á móti Keflavík, liðinu sem KR vann í bikaúrslitaleiknum í fyrra, þegar dregið var í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla í dag.

Leikur Keflavíkur og KR er einn af þremur leikjum milli liða úr Pepsi-deildinni en þar mætast einnig Stjarnan-Leiknir og ÍA-Fjölnir.

KR vann Keflavík 2-1 í bikarúrslitaleiknum í fyrra þar sem að Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið á lokamínútunni.

Pétur Pétursson, nýr þjálfari Fram, fer með lið sitt í Vesturbæinn en 1. deildarlið Fram drógst á móti 2. deildarliði KV.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu saman í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Leikirnir í 32 liða úrslitunum Borgunarbikars karla fara fram 2. og 3. júní næstkomandi.  

32 liða úrslit Borgunarbikars karla:

Stjarnan - Leiknir R.

Þór - Víkingur Ó.

KA - Álftanes

Vatnaliljur - Afturelding

KV - Fram

Þróttur R. - BÍ/Bolungarvík

Víkingur R. - Höttur

Fylkir - Njarðvík

Léttir - ÍBV

FH - HK

Valur - Selfoss

Keflavík - KR

Fjarðabyggð - Kári

Völsungur - Grindavík

KFG - Breiðablik

ÍA - Fjölnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×