FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Bikarsigrar hjá íslenskum landsliđsmönnum | Theódór Elmar skorađi

 
Fótbolti
18:53 01. MARS 2016
Theódór Elmar Bjarnason.var á skotskónum í kvöld.
Theódór Elmar Bjarnason.var á skotskónum í kvöld. VÍSIR/GETTY

Íslensku landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson hjá rússneska félaginu Krasnodar og Theódór Elmar Bjarnason hjá danska félaginu AGF komust báðir áfram í bikarnum með liðum sínum í kvöld.

Theódór Elmar og félagar í AGF urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar en Ragnar og félagar í Krasnodar eru líka komnir í undanúrslit rússneska bikarsins eftir dramatískan sigur í framlengingu.

Theódór Elmar Bjarnason skoraði annað mark AGF í 3-0 útisigri á SönderjyskE í átta liða úrslitum danska bikarsins en markið hans kom á 23. mínútu leiksins. Morten Rasmussen hafði komið AGF í 1-0 strax á 8. mínútu og Jesper Lange innsiglaði síðan sigurinn á 72. mínútu.

Svíinn Andreas Granqvist skoraði eina markið í 1-0 sigri Krasnodar á Terek Grozny en markið hans kom á 115. mínútu leiksins.  Zenit Saint Petersburg og CSKA Moskva eru líka komin áfram í undanúrslitin.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Bikarsigrar hjá íslenskum landsliđsmönnum | Theódór Elmar skorađi
Fara efst