Fótbolti

Bikarsigrar hjá íslenskum landsliðsmönnum | Theódór Elmar skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason.var á skotskónum í kvöld.
Theódór Elmar Bjarnason.var á skotskónum í kvöld. Vísir/Getty
Íslensku landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson hjá rússneska félaginu Krasnodar og Theódór Elmar Bjarnason hjá danska félaginu AGF komust báðir áfram í bikarnum með liðum sínum í kvöld.

Theódór Elmar og félagar í AGF urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar en Ragnar og félagar í Krasnodar eru líka komnir í undanúrslit rússneska bikarsins eftir dramatískan sigur í framlengingu.

Theódór Elmar Bjarnason skoraði annað mark AGF í 3-0 útisigri á SönderjyskE í átta liða úrslitum danska bikarsins en markið hans kom á 23. mínútu leiksins. Morten Rasmussen hafði komið AGF í 1-0 strax á 8. mínútu og Jesper Lange innsiglaði síðan sigurinn á 72. mínútu.

Svíinn Andreas Granqvist skoraði eina markið í 1-0 sigri Krasnodar á Terek Grozny en markið hans kom á 115. mínútu leiksins.  Zenit Saint Petersburg og CSKA Moskva eru líka komin áfram í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×