Handbolti

Bikarmeistararnir fara í Kópavoginn | Dregið 16-liða Coca-Cola bikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjamenn urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH í úrslitaleik í fyrra.
Eyjamenn urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH í úrslitaleik í fyrra. vísir/þórdís
Í dag var dregið í 16-liða úrslit í Coca-Cola bikar karla og kvenna.

Bikarmeistarar Gróttu sitja hjá kvennamegin en Valskonur, silfurliðið frá því í fyrra, mæta Haukum sem hafa verið á fínu skriði að undanförnu.

Þá verður flottur leikur í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Stjörnunni.

Tilkynnt verður um leikdaga í 16-liða úrslitum kvenna á mánudaginn.

16-liða úrslit kvenna:

KA/Þór - HK

Valur - Haukar

Afturelding - Fram

Fylkir - Fjölnir

ÍBV 2 - ÍR

ÍBV 1 - Stjarnan

FH - Selfoss

Hjá körlunum mæta bikarmeistarar ÍBV 1. deildarliði HK en í þremur leikjum eigast efstu deildarlið við.

Grótta tekur á móti FH, Afturelding fær Víking í heimsókn og Haukar og ÍR mætast. Þá mætir stjörnum prýtt lið Þróttar í Vogum Fram.

Leikið verður 29. og 30. nóvember næstkomandi.

16-liða úrslit karla:

Fjölnir - Selfoss

Grótta - FH

ÍBV 2 - Valur

HK - ÍBV

Afturelding - Víkingur

Stjarnan - Akureyri

Þróttur Vogum - Fram

Haukar - ÍR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×