Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir fá toppliðið í heimsókn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Blikar mæta Þór/KA.
Blikar mæta Þór/KA. vísir/ernir
Bikarmeistarar Breiðabliks hefja titilvörnina í Borgunarbikarnum á móti toppliði Pepsi-deildarinnar, Þór/KA, en dregið var til 16 liða úrslitanna í höfuðstöðvum KSÍ í laugardalnum í dag.

Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar með tólf stig en Þór/KA hefur komið skemmtilega á óvart og er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Liðin mættust í 2. umferð Pepsi-deildarinnar en þá vann Þór/KA, 1-0, fyrir norðan.

Tveir aðrir úrvalsdeildarslagir eru á dagskrá í 16 liða úrslitunum þar sem KR tekur á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar og FH fær Val í heimsókn.

Fjölnir, eina liðið í pottinum í dag úr 2. deildinni, mætir HK/Víkingi sem er eitt af bestu liðum 1. deildar. Þá verður boðið upp á Suðurlandsslag þar sem Selfoss úr 1. deild og Pepsi-deildarlið ÍBV mætast.

Leikirnir fara fram 2.-3. júní.

Drátturinn í 16 liða úrslitin:

KR - Stjarnan

FH - Valur

Þróttur R. - Haukar

Breiðablik - Þór/KA

Sindri - Grindavík

Selfoss - ÍBV

Tindastóll - Fylkir

HK/Víkingur - Fjölnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×